Hljóðbókasafn ÍslandsHljóðbóksafn Íslands heldur úti vefsíðu þar sem notendur geta streymt og/eða hlaðið niður hljóðbók á tölvu.
Einungis þeir sem hafa vottaða greiningu upp á að geta ekki nýtt sér prentað letur geta fengið aðgang að hljóðbókum HBS. |
PúkiPúki villuleitarforritið er hægt að setja upp á borð-/fartölvum og nýtist til villuleitar í Microsoft Office pakkanum.
|
Read AloudÓkeypis viðbót (e. extension) í Chrome vafranum sem býður upp á íslensku talgervlana Karl og Dóru. Nauðsynlegt að setja upp í tengslum við Google reikning notanda (skrá sig inn).
Hér má heyra dæmi um prófspurningar sem lesnar eru upp með talgervli og keyrðar út sem mp3 skrár. |
Open DyslexicÓkeypis viðbót (e. extension) í Chrome vafranum sem býður upp á að breyta textanum í vafranum í Open Dyslexic stafagerðina. Athugið að myndir breytast ekki.
Til þess að ná í Open Dyslexic stafagerðina fyrir PC tölvur (virkar þá fyrir utan netvafrann) er nauðsynlegt að hlaða henni niður á tölvuna og setja hana upp. |
Google TranslateGoogle Translate viðbótin (e. extension) í Chromevafranum bíður upp á einfaldar þýðingu á stökum orðum eða setningum. Notandinn einfaldlega velur eða tvísmellir á það sem að þýða á síðunni og fær þá upp Google Translate merkið.
Í gegnum hefðbundnu vefútgáfuna er möguleiki á að skrifa, tala og hlaða inn skjölum til þýðinga (á sniðinu .doc, .docx, .odf, .pdf, .ppt, .pptx, .ps, .rtf, .txt, .xls eða .xlsx) . |
SkrambiSkrambi er íslenskt yfirlestrarforrit sem hýst er á vefnum og opnast því í hvaða netvafra sem er. Forritið er unnið í samstarfi við Árnastofnun. Notendur geta límt inn texta eða skrifað beint á síðuna til að nýta sér villuleitina. Einnig er hægt að líma inn texta og láta Ivona talgervilinn lesa upphátt svo hægt sé að staðsetja villur.
Forritið er í þróun. |