Verkfæri
Forrit og aðföng sem koma hér fram eru aðgengileg í tölvuverum, á spjaldtölvum og í Þristinum, hönnunarsmiðju Garðaskóla. Flokkunum er ætlað að leiðbeina kennurum og nemendum um hentugt upplýsingatækniverkfæri í námi og kennslu, og hvar hægt sé að nálgast þau. Listarnir eru langt í frá tæmandi og margt sem kemur fram á heima í nokkrum flokkum.
Merkið gefur til kynna tengil yfir á kennslumyndbönd sem tengjast virkni forritsins. Flest íslensku kennslumyndböndin eru unnin af Hildi Rudolfsdóttur, annars vegar fyrir Menntamiðju og hins vegar sem hluti af verkefni fyrir Þróunarsjóð grunnskóla Garðabæjar.
Aðrir tenglar eru í flestum tilvikum á hjálparsíður fyrirtækjanna sem hanna forritin, en einnig má nefna Little WebHut, Gott kaffi, sem rekinn er af Björgvini Ívari Guðbrandssyni og Dögg Láru Sigurgeirsdóttur og YouTube síðu Gauta Eiríkssonar. |