Hönnunarsmiðjan Þristurinn tilheyrir Miðjunni, upplýsingaveri Garðaskóla. Meðal tækjakosts er 3D prentari, vínilskeri, örtölvur og föndurefni. Þristurinn er opinn öllum nemendum og kennurum hvort sem er í formlegum tímum eða frítíma viðkomandi. Kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni gefur nánari upplýsingar um starfsemi Þristsins.